Sölu-, markaðs- og rekstrarnám

133.000 kr.

Leiðbeinendur
No data was found
Almennt um námið
Þetta er ein vinsælasta námsleiðin í skólanum til margra ára. Frábær kostur fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál eða þá sem vilja stofna til eigin reksturs. Námið er ætlað fólki sem er 20 ára eða eldra og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Þessi námsleið er kennd í samstarfi við Mími - símenntun og niðurgreidd af Fræðslusjóði atvinnulífsins.
Sölu-, markaðs- og rekstrarnám NTV og Mímis-símenntunar hentar sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að vinna við viðskipta-, sölu- og markaðsmál og þeim sem vilja stofna til eigin reksturs.
Eftir námið hefur nemandinn öðlast nægjanlega innsýn og færni í viðskipta-, sölu- og markaðsmálum til að undirbúa eigin rekstur eða til að starfa sem sölu- og markaðsfulltrúi stærri fyrirtækja.
Helstu námsþættir:

Námstækni, sjálfstyrking, samskipti, tímastjórnun og markmiðasetning
Framkoma og framsögn
Tölvu- og upplýsingafærni
Verslunarreikningur
Sölustjórnun, viðskiptatengsl og þjónusta
Almenn markaðsfræði
Markaðsrannsóknir
Samningatækni
Excel við áætlanagerð
Lykiltölur og lausafé
Frumkvöðlafræði
Gerð kynningarefnis
Markaðsetning á netinu
Stafræn markaðsfræði / samskiptamiðlar
Verkefnastjórnun
Gerð viðskiptaáætlunar / lokaverkefni
Námið samanstendur af kennslu og verklegum æfingum og eru próf í helstu námsgreinum. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Í lok náms fá nemendur viðurkenningarskjal og prófskírteini.
ATH: Mikilvæg ábending fyrir fjarnemendur sem vinna í Mac umhverfi. Námsefni skólans miðast við PC umhverfi í allri Excel kennslu. Það er munur á einstökum aðgerðum á milli Mac og PC, þó hann fari minnkandi. Sá munur liggur aðallega í flýtiaðgerðum á lyklaborðinu. Nemendur í Mac umhverfi verða sjálfir að setja sig inn í þær aðgerðir. Það er í boði fjöldinn allur af hjálparsíðum á netinu sem útskýra þetta sérstaklega.
Ganga þarf frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka NTV: 0545 – 26 – 44. Kt: 681096-2729

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á hrund@ntv.datacenter.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða

4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða

5. Pei.is http://pei.is/ Hámarksfjárhæð er 2.000.000 kr. til allt að 48 mánaða

Kynntu þér vel mögulega styrki, reglur um endurgreiðslu ofl hér

Meðmæli

Í sölu, markaðs og rekstrarnáminu lærði ég ótrúlega mikið á stuttum tíma, námið er vel skipulagt og kennt af mikilli fagmennsku. Það uppfyllti mínar óskir um hvað ég vildi fá út úr náminu og fannst mér ég tilbúin til að halda utan um eigin rekstur að því loknu. – (Að auki eignaðist ég tvær yndislegar...

Eva Alfreðsdóttir

Ég ákvað að skrá mig í Sölu- markaðs- og rekstrarnámið hjá NTV vegna þess að það heillaði mig mest. Ég var búin að leita af námi sem hentaði mér hjá mörgum skólum og NTV heillaði mig strax.Námið opnaði marga möguleika fyrir mig ásamt að það hjálpaði það mér að skilja betur hvernig það er að...

Aníta Magnúsdóttir

Ég fór í sölu -, markaðs- og rekstrarnám NTV til að auka þekkingu mína á frumkvöðla – og rekstrarumhverfinu sem ég starfa í. Skólinn hefur gefið mér ómetanleg tækifæri inn í framtíðina og það sem kom skemmtilega á óvart var að í náminu eignaðist ég dýrmæta vini og samstarfsfélaga.” Arna kom í skólann með viðskiptahugmynd...

Arna Eir

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám – Fjarnám

Hefst: 25. Sep '25
Lýkur: 22. Apr '26
Farið eftir skipulegri námsáætlunum með skilgreindum skiladögum verkefna og/eða prófa. Frjálst hvenær dagsins, eða hvað daga vikunnar þú vinnur í náminu. Sumarfrí er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.

Verð: 133.000 kr.

13.136 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám – Kvöldnám

Hefst: 25. Sep '25
Lýkur: 22. Apr '26
Kennsludagar: mánudagar og miðvikudagar kl. 18:00-21:30, auk þess sem nemendur vinna verkefni heima. Jólafrí er frá miðjum desember fram fram í miðjan janúar.

Verð: 133.000 kr.

13.136 kr/mán
(m.v. 12 mán)

Fleiri námsleiðir

1.449.000 kr
765.000 kr
895.000 kr
325.000 kr
735.000 kr
850.000 kr
Fyrsti hluti í kerfisstjórnun
729.000 kr
1.385.000 kr